Ferill 1104. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2206  —  1104. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Bryndísi Haraldsdóttur um starfsmenn á Landspítala.


     1.      Hver er fjöldi starfsmanna á Landspítala og hvernig hefur starfsmannafjöldi þróast frá árinu 2010, sundurliðað eftir árum?
    Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var starfsmannafjöldi spítalans þann 25. maí 2023 6.990 starfsmenn. Þróun fjölda starfsmanna frá 2010 má sjá í eftirfarandi töflu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     2.      Hvert er hlutfall klínískra starfsmanna og annarra sem starfa í þjónustu við sjúklinga á Landspítala og hvernig hefur það hlutfall þróast frá árinu 2010, sundurliðað eftir árum?

    Í eftirfarandi töflu frá Landspítala má sjá þróun stöðugilda sem flokkuð eru eftir tegund þjónustu í klíníska þjónustu annars vegar og stoðþjónustu hins vegar. Einnig má sjá hlutfallslega skiptingu stöðugilda. Hlutfall stöðugilda innan klínískrar þjónustu af heildarfjölda stöðugilda árið 2022 var 85% og hefur hækkað frá árinu 2010 um tæp tvö prósentustig. Hlutfall stöðugilda í stoðþjónustu hefur á móti lækkað úr 16,8% árið 2010 í 15% árið 2022.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     3.      Hvert er hlutfall starfsmanna sem starfa við skrifstofustörf á Landspítala og hvernig hefur það hlutfall þróast frá árinu 2010, sundurliðað eftir árum?
    Rétt er að geta þess í byrjun að ekki er til neitt sem afmarkar skrifstofufólk frá öðru starfsfólki í kerfum Landspítala. Í svari Landspítala hefur spítalinn hins vegar lagt sig fram um að flokka starfsmenn eftir því hvort þeir vinna við skrifborð eða ekki. Þeir sem teljast til skrifstofufólks eru almennt þeir sem vinna í stoðþjónustu, svo sem starfsmenn á skrifstofu forstjóra, fjármála, mannauðsmála, starfsfólk þróunar (þ.m.t. tæknifólk heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar), framkvæmdastjórar, gæðastjórar, mannauðsstjórar, fjármálastjórar, launafulltrúar o.fl. Undanskildir eru starfsmenn stoðþjónustu sem sinna starfi sínu ekki frá skrifborði, svo sem iðnaðarmenn, ræstitæknar, starfsfólk í eldhúsi, vaktmenn, öryggisverðir o.s.frv.
    Þó að skrifstofumönnum (samkvæmt áðurnefndri aðferðafræði) hafi fjölgað undanfarin ár hefur þeim fækkað hlutfallslega eða um 1,4 prósentustig milli áranna 2010 og 2022.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.